top of page
Writer's pictureBirkir Asgeirsson

DaVinci Fusion: Nuke vinnuferlar



Í dag er ég spenntur að deila með ykkur myndbandinu mínu, þar sem ég sýni ykkur hvernig á að stilla DaVinci Fusion til að líkjast vinnuflæði Nuke. Hvort sem þú ert að skipta úr Nuke eða einfaldlega að leita að því að bæta árangur þinn í compositing, munu þessi tips hjálpa þér að nýta það besta úr báðum heimum.


Lóðrétt script

Hefbundið workflow í Nuke er að compa lóðrétt frekar en að fylgja hefðbundnu láréttu skipulagi í Fusion. Þessi aðferð gerir þér kleift að sjá skýrari uppbyggingu nodanna, sem auðveldar að sjá og stjórna samsetningunni, sérstaklega ef þú ert að hoppa í og úr Nuke. Í myndbandinu fer ég í gegnum skrefin til að endurraða vinnusvæðinu og fínstilla tengingar nodanna, þannig að comop ferlið verði þæginlegra.


Að Setja Upp Macros: Auka tól

Rétt eins og Nukipedia Nuke, hefur DaVinci Fusion einnig hóp aðila sem búa til viðbætur sem geta gert vinnuflæði betra. Ég fjalla um hvernig á að setja upp þessar viðbætur, sem veita aðgang að auka tólum og eiginleikum sem geta einfaldað ferlið. Að nýta þessar viðbætur getur aukið hraðan þinn verulega.


Nuke flýtileiðir

Til að auka frekar samræmi Fusion við Nuke, fjalla ég líka um hvernig hægt er að fá flýtileiðir á lykklaborðinu til að virka eins og í Nuke. Kunnuglegir takkar geta flýtt fyrir vinnuflæðinu þínu.


Niðurstaða

Að fara yfir í DaVinci Fusion þýðir ekki að þú þarft að yfirgefa kunnugleika Nuke. Með réttum stillingu geturðu notið samsetningarferlis sem sameinar styrkleika beggja forrita. Ég hvet þig til að skoða myndbandið mitt fyrir skref-fyrir-skref leiðbeiningar um þessar tækni, og ekki hika við að deila hugsunum þínum eða öðrum ráðleggingum sem þú gætir haft!


Happy compositing, og sjáumst í næsta pósti!

bottom of page